!

Munið að við erum öll einstök í þessu lífi, þótt leiðin sé ekki alltaf auðgengin eru alltaf til lausnir á öllu, við þurfum bara að sjá og finna lausnina, vinir eru þeir sem standa með okkur í blíðu og stríðu og eru alltaf til staðar fyrir okkur. Vert þú sannur vinur í raun....

...

Stundum erum við ósátt við lífið og tilveruna og þá verðum við að muna að við getum breytt okkur sjálfum og við getum líka haft áhrif á aðstöðu okkar ef viljinn til breytinga er nógu sterkur, með því að sleppa allri þrjósku og vanafestu og hugleiða hvað er best fyrir okkur að gera í stöðunni. Og mundu að það vinnur enginn þín persónulegu verk fyrir þig, þú verður að gera það sjálf/ur . eigðu góðan og gleðiríkan dag ;O)

Hamingja ? já takk

Fortíðin er horfin og ég hef lagt hana til hvílu því ég veit það núna að ég hef alltaf gert mitt besta, eftir minni bestu vitund. Að gleðjast eru bestu stundirnar í lífi okkar og besta leiðin til að finna kærleikann, hættum að velta okkur upp úr gærdeginum og lifum fyrir líðandi stund, brosum og gleðjumst yfir frelsinu sem við höfum, það er enginn sem getur stjórnað því hvernig okkur líður og hvað við hugsum ;O) nýtum líf okkar í gleði en ekki gremju ;O)

hamingjuleitin

"Það getur verið erfitt að finna hamingjuna í sjálfum sér, en það er ógerningur að finna hana annars staðar". leitaðu inn á við í þitt eigið hugarfar og þínar eigin tilfinningar því þar býr þín eigin hamingja ... og ef þú finnur hana ekki, búðu hana þá til með jákvæðu hugarfari og tilfinningunni í brjósti þér ...eigið góðar stundir

Gleðilegt ár <;O)=

Óskir mínar til þín á árinu 2010: Megi friður brjótast inn á heimili þitt og þjófar stela skuldum þínum. Megi seðlaveski þitt verða segull á fimmþúsundkalla. Megi ástin loða við andlit þitt eins og Vaselín og hlátur ráðast á varir þínar. Megi hamingjan slá þig utanundir og tár þín vera gleðitár. Megi vandamál fyrra árs gleyma heimilisfanginu þínu. Í stuttu máli sagt: Megi 2010 verða besta árið í lífi þínu!

Góðmennska

Vingjarnleg orð eru einföld og auðsögð, endurómur þeirra er óendanlegur og veitir bæði þér sjálfum og öðrum vellíðan og gleði í hjarta  Heart   ástundaðu að gleðja aðra og þá finnur þú gleðina sjálfur  Grin

til umhugsunar .......

Lærðu að sætta þig við að þú ert ekki fullkominn frekar en aðrir.

Það sem skiptir máli er að þú gerir þér ljóst í hverju gallar þínir felast

og vinnir úr þeim á jákvæðan hátt   Tounge  gangi þér vel á lífsins braut  Tounge


Hamingja ...

Ég er bara mannleg og allar manneskjur eiga það til að gera mistök, jafnvel þegar þær leggja sig fram um að gera sitt besta, en ég þarf ekki að refsa sjálfri mér fyrir mistökin með óhamingju og vanlíðan ... Ég hef fundið hamingjuna með því að tryggja smátt og smátt að forsendur hamingjunnar séu til staðar í lífi mínu og með því að fjarlægja kerfisbundið eins margar ástæður fyrir vanlíðan og mögulegt er ...

Hugsaðu

Ef þú hættir að eyða tíma þínum og orku í að hugsa um allt það sem angrar þig og allt það sem þú átt ekki og hefur ekki þá muntu hækka hamingjustuðulinn þinn, eyddu frekar tímanum og orkunni í að hugsa um og njóta alls þess (jákvæða) sem þú hefur og átt nú þegar Cool

hamingjan

Til að öðlast hamingjuna þarf maðurinn ekki aðeins að kunna að njóta alls mögulegs, heldur þarf hann einnig að eiga sér vonir, hafa verkefni og fá tilbreytningu í lífið...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband