Ást......

Einskis krefst ástin fyrir sig

og ekki skeytir hún um sinn hag.

Hún vill einungis elska þig

og öllu koma í besta lag.             William Blake

                                 


Konur yfir fertugt

 
    Konur yfir fertugt - Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld...
 
 
    Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfir fertugt og hér eru
    nokkrar   ástæður fyrir því:
 
    Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig
    "hvað ertu   að hugsa?"
    Henni gæti ekki verið meira sama.
 
    Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún
    ekki yfir   því.
    Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það
    áhugaverðara en   leikurinn.
 
    Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í
    öskurkeppni við   þig í óperunni eða á fínum veitingastað.
    Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær
    halda að   þær komist upp með það.
 
    Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það
    er að   vera ekki metin að verðleikum.
 
    Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna
    misbresti   þína fyrir þeim.
 
    Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40
    langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.
 
    Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú
    sért   asni ef þú hagar þér sem slíkur.
    Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.
 
    Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum.
 
    Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta
    og vel   greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur,
    vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22ja
    ára   gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar.
 
    Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú
    getur   fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar:
 
    Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.
 
    Hvers vegna? *
 
    Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að

    kaupa* * heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!*


staðreynd !!!!

Ef þetta er ekki rétt hvað er þá rétt !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


Eruði að grínast ...... BESTI tölvupóstur sem ég hef fengið !!!!!!


Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu
gjörsamlega á hvolfi í húsinu..
Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með
nestisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina...
Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu..

Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða.
Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn.
Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum
stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið.
Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var
sullaður
út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf....
brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar .
Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit
að konu sinni.
Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað
alvarlegt
hefði komið fyrir.
Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum
náttfötunum
að lesa smásögu.
Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið.
Hann leit á hana ringlaður og spurði, "Hvað skeði hér í dag?"
Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði:
"Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi
eiginlega verið að gera í allan dag?"
"Já" segir hann tortrygginn.
Hún svarar. "Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!"

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband